Landsmótið verður haldið í Suðurnesjabæ í þetta skiptið og mun Kvennakór Suðurnesja hafa veg og vanda að mótinu.
Það verða fimm smiðjur í boði á þessu móti.
Þær eru:
1. „Kæru systur“. Stjórnandi: Ágota Joó
2. „Hljómar frá Keflavík“. Stjórnandi: Arnór Vilbergsson
3. „Hvað er í bíó?“ (Kvikmyndatónlist). Stjórnandi Dagný Þ. Jónsdóttir
4. „Kona“. Stjórnandi Gísli Magna
5. „Gospel gyðjur“. Stjórnandi: Rafn Hlíðkvist
Tvennir tónleikar verða á mótinu. Þeir fyrri í Hljómahöll þar sem hver Kór flytur tvö lög að eigin vali.
Seinni tónleikarnir, sem munu bera yfirskriftina Eldgyðjur, verða haldnir í Stapaskóla. Þar mun hver smiðjuhópr syngja lögin úr sinni smiðju.
Einnig munu allir þátttakendur mótsins syngja þar tvö sameiginleg lög. Annað þeirra mótslagið, og verður það frumfluttningur lagsins.
Fyrsta kóræfing vorannar verður sunnudaginn 11. janúar í Brekkuskóla kl. 19:00 til 21:00





