Æfingar verða í Brekkuskóla á fimmtudögum kl. 19:00 til 21:00
Aðalfundur Kvennakór Akureyrar verður haldinn í Brekkuskóla 9. október kl. 18:30
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara
3. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar
4. Skýrsla stjórnar og umræður
5. Ársreikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar
6. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara
7. Kosning stjórnar
8. Lagabreytingar
9. Önnur mál
Nú er fjörið að byrja.
Fyrsta æfing verður næsta sunnudag 14. september í Brekkuskóla kl. 19:30 til 21:30.
Nýir félagar hjartanlega velkomnir.
Þetta er virkilega gefandi og skemmtilegur kór og það er „alltaf“ gaman á æfingum hjá okkur.
Allar ferðirnar, kóramótin og æfingadagarnir eru eitthvað sem við kórkonur eigum yndislega skemmtilegar minningar um.
Kvennakórinn ásamt Karlakór Akureyrar Geysi og Barnakór Akureyrarkirkju, tók þátt í tvennum tónleikum með Frostrósum í Hofi í 14. desember 2024. Haldnir voru tvennir tónleikar sem tókust vel og húsið nánast fullt á báðum tónleikum.
Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni sem gaman var að taka þátt í.
Einnig söng kórinn nokkur jólalög í Hlíð og Lögmannshlíð 16. desember.
https://www.mak.is/is/vidburdir/jol-i-hofi-jolaperlur-frostrosa
Kvennakór Akureyrar ásamt fleiri kórum tekur þátt í tvennum jólatónleikum Margrétar Eirar, Heru Bjarkar og Dísellu sem munu flytja helstu jólaperlur Frostrósa laugardaginn 14. desember kl. 16:30 og 20:00 í Hofi.
Á aðalfundi Kvennakórs Akureyrar sem haldinn var í Brekkuskóla fimmtudaginn 19. september urðu breytingar á stjórn kórsins.
Lára Sigurðurdóttir gekk úr stjórninni og í hennar stað var kjörin Birna Ingólfsdóttir.
Lára hefur setið í stjórn í tvö ár og kórkonur þökkuðu henni vel unnin störf með lófaklappi.
Í stjórn sitja nú Birna Ingólfsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigurlaug Ásta Blomsterberg Grétarsdóttir, Þórunn Jónsdóttir og Þuríður Sólveig Árnadóttir.
Kórastarfið hefst fimmtudaginn 19. september með aðalfundi og æfingu. Fundurinn hefst með pizzuveislu kl. 18:00 og formlegur fundur kl. 18:30
Æfingar verða á fimmtudögum kl. 19:30 til 21:30 í Brekkuskóla.
Við munum að syngja á jólatónleikum með Dísellu, Heru Björk og Margréti Eir. Við ætlum samt ekki að hefja haustið með því að æfa jólalög og mætum því með þær nótum sem við vorum með síðasta vetur.
Nýjar konur eru hjartanlega velkomnar í Kvennakór Akureyrar og alltaf má senda póst á kvak@kvak.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og við svörum um hæl og sendum nótur til nýrra félaga.
Ekki verður farið í utanlandsferð eða á kóramót þennan veturinn og er því tilvalið fyrir nýjar konur að koma og prófa.